26.8.2006 | 21:06
Flugferð til Montana
Flugmennirnir Baldur og Eysteinn lögðu upp í ferð á TF-EGG sem er af gerðinni Piper Apache. Vélin var seld til Panama en hún fer fyrst til Montana þar sem vélin verður tekin í gegn og betrumbætt.
Vélin er í eigu flugklúbbsins Lágflugs og hefur hún reynst klúbbnum mjög vel en okkur barst mjög áhugasamur kaupandi svo ákveðið var að skella sér á þetta tækifæri og munum við kaupa inn aðra tveggja hreyfla vél inn í félagið.
Þeir áætla að blogga ferðina sína ásamt því að skella inn myndum af ferðinni.
Þeir lögðu af stað í gær frá Reykjavík og gistu á Ísafirði í nótt. Í dag héldu þeir svo til Kulusuk og munu vera þar fram á mánudag þar sem flugvellirnir í Grænlandi eru lokaðir á sunnudögum. Þeir munu skella inn myndum af leiðinni hingað inn við fyrsta tækifæri.
Áætlaðir heildarflugtímar eru um 30-40klst og mun því þessi ferð taka nokkra daga.
Hvetjum alla flugmenn og flugáhugamenn til að fylgjast með för þeirra og ævintýri á leið sinni til Montana
Um bloggið
Lágflug
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.